„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 19:06 Dori Levett Baldvinsson og Derek T. Allan, tveir af skipuleggjendum samstöðufundarins. Mynd/Vísir Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar. Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar.
Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira