Aukning á salmonellu í svínum og alifuglum á síðasta ári Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 14:58 Engin aukning varð á sýkingum í fólki. Vísir/Getty Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira