Mun fleiri létust á Spáni en opinberar tölur benda til Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 14:02 Íbúar í Girona í Katalóníu í rúllustiga í verslunarmiðstöð. Daglegt líf á Spáni er smám saman að komast í hefðbundnara horf en landið hefur orðið illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar tölur hagstofunnar þar benda til þess að enn fleiri hafi látist í faraldrinum en opinberar tölur hafa bent til. Vísir/EPA Dánartíðni á Spáni margfaldaðist í samanburði við venjulegt ár þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki í apríl samkvæmt nýjum opinberum gögnum. Þau benda til þess að enn fleiri hafi látið lífið af völdum veirunnar en opinberar tölur segja til um. Alls létust 225.930 manns á Spáni á fyrstu 21 viku ársins samkvæmt tölum spænsku hagstofunnar. Það var tæplega 44.000 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þegar kórónuveirufaraldurinn, sem hefur dregið 27.127 manns til dauða til þessa samkvæmt opinberum tölum, var í hámarki í byrjun apríl jókst dánartíðnin um 155% frá árinu á undan. Sérfræðingar telja að viðbótarmannskaðinn skýrist af tilfellum kórónuveiru sem erfitt sé að greina vegna annarra undirliggjandi sjúkdóma fólks og fólki sem lést þegar það veigraði sér við að leita aðstoðar á sjúkrahúsi vegna annarra sjúkdóma af ótta við að smitast af veirunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn er í mikilli rénun á Spáni. Tölur hagstofunnar virðast staðfesta það þar sem dánartíðni í vikunni 18.-24. maí reyndist sambærileg við sama tímabil í fyrra. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framlengja neyðarástand á Spáni í síðasta skipti Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, hefur staðfest að spænska ríkisstjórnin muni framlengja neyðarástandstilskipun sem gilt hefur á Spáni síðan 14. mars. 31. maí 2020 21:19 Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Dánartíðni á Spáni margfaldaðist í samanburði við venjulegt ár þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki í apríl samkvæmt nýjum opinberum gögnum. Þau benda til þess að enn fleiri hafi látið lífið af völdum veirunnar en opinberar tölur segja til um. Alls létust 225.930 manns á Spáni á fyrstu 21 viku ársins samkvæmt tölum spænsku hagstofunnar. Það var tæplega 44.000 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þegar kórónuveirufaraldurinn, sem hefur dregið 27.127 manns til dauða til þessa samkvæmt opinberum tölum, var í hámarki í byrjun apríl jókst dánartíðnin um 155% frá árinu á undan. Sérfræðingar telja að viðbótarmannskaðinn skýrist af tilfellum kórónuveiru sem erfitt sé að greina vegna annarra undirliggjandi sjúkdóma fólks og fólki sem lést þegar það veigraði sér við að leita aðstoðar á sjúkrahúsi vegna annarra sjúkdóma af ótta við að smitast af veirunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn er í mikilli rénun á Spáni. Tölur hagstofunnar virðast staðfesta það þar sem dánartíðni í vikunni 18.-24. maí reyndist sambærileg við sama tímabil í fyrra.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framlengja neyðarástand á Spáni í síðasta skipti Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, hefur staðfest að spænska ríkisstjórnin muni framlengja neyðarástandstilskipun sem gilt hefur á Spáni síðan 14. mars. 31. maí 2020 21:19 Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Framlengja neyðarástand á Spáni í síðasta skipti Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, hefur staðfest að spænska ríkisstjórnin muni framlengja neyðarástandstilskipun sem gilt hefur á Spáni síðan 14. mars. 31. maí 2020 21:19
Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53
Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20