Gagnrýna uppsagnir á flugumferðarstjórum og vilja sjá þær teknar til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2020 12:04 Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa sent framkvæmdastjóra dótturfélags ISAVIA bréf þar sem uppsagnirnar eru harðlega gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29