Græna planið, neyðarplanið eða hallærisplanið? Vigdís Hauksdóttir skrifar 3. júní 2020 10:00 Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun