Telur viðurlög við árásum á lögreglumenn allt of væg Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2020 08:42 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi ofbeldi í garð lögreglumanna í Reykjavík síðdegis í gær. Vísir/Baldur/Vilhelm Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira