Sara rifjaði það upp þegar hún fékk að taka á Gunnari Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir tekur á Gunnari Nelson í myndbandinu. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit fólkið og MMA fólkið hefur náð athyglisverðum árangri á erlendri grundu síðustu ár. Þau hafa líka eytt tíma saman í æfingasalnum eins og sést í myndbandi sem Sara Sigmundsdóttir setti inn á Instagram síðu sína. Sara Sigmundsdóttir og kollegi hennar Björgvin Karl Guðmundsson mættu þá á æfingu hjá Mjölni árið 2018 þar sem Gunnar Nelson og Sunna Davíðsdóttir sýndu þeim nokkrar æfingar sem eru dæmigerðar og daglegt brauð fyrir MMA-fólk. „Ég gat ekki sett allt myndbandið inn á sínum tíma því þá var ekki búið að finna upp IGTV. Núna get ég það og hér er það,“ skrifaði Sara inn á Instagram. View this post on Instagram You talking to me A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on May 28, 2020 at 5:40pm PDT Það var búið að vinna myndbandið fyrir alla erlenda aðdáendur Söru því öll samtölin fóru fram á íslensku en undir mátti finna enskan texta. „Þið fáið líka auka bónus því þið heyrið okkur þarna tala saman á íslensku. Engar áhyggjur samt því það fylgir enskur texti með,“ skrifaði Sara við færsluna. „Við erum að fá CrossFittarana Söru Sigmunds og Björgvin Karl til okkar í Mjölni. Við ætlum að fara yfir nokkur MMA-brögð og einhverja lása. Við ætlum að leyfa þeim að kýla í púða og hver veit kannski tökum við einhverja glímu í lokin,“ sagði Gunnar Nelson í upphafi myndbandsins. Sara gerði líka upp upplifun sína í myndbandinu sjálfu þar sem hún fór yfir æfinguna við lok hennar. „Æfingin var frábær og gekk betur en ég bjóst við. Þetta var skemmtilegra en ég bjóst við. Þetta minnti mig á það þegar ég var að læra snörun í fyrsta skiptið og var smá samhæfing. Þetta var mjög gaman,“ sagði Sara um æfinguna í myndbandinu. „Sunna er frábær þjálfari og núna væri ég til að kenna henni snörun og jafnhendingu,“ sagði Sara og Sunna skaut inn í: „Frábær nemandi,“ sagði Sunna og Sara var ánægð með það. Eitt skemmtilegast myndbrotið var þegar Gunnar Nelson var að kenna Söru og Björgvini Karli að taka hengingarbragðið. „Besta leiðin til að útskýra þetta er að þetta sé eins og þú sért að knúsa einhvern með öllu afli, þvílíkt innilega. Þá gleymir þú ekkert að spenna neitt,“ sagði Gunnar Nelson. Bæði Björgvin Karl og Sara fengu síðan að taka á Gunnari Nelson. Það má sjá allt þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan. View this post on Instagram ? Throwback to 2018 when me and @bk_gudmundsson were invited to @mjolnirmma to do a session with Iceland s finest pro mma fighters @gunninelson and @sunnatsunami??????? ??? I couldn t upload the whole video back then because IGTV had not yet been created - but now I can. So here it is???? ??? ??? An added bonus is that you get to hear us talk in our native Icelandic the whole time, but do not worry, there are English subtitles??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? by @snorribjorns?? ?? #mma #crossfit #mjolnirmma #gunnarnelson #sunnatsunami #bkg #ufc #invictafc #baklandmgmt #icelanders #vikings A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on May 31, 2020 at 10:24am PDT CrossFit MMA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Íslenska CrossFit fólkið og MMA fólkið hefur náð athyglisverðum árangri á erlendri grundu síðustu ár. Þau hafa líka eytt tíma saman í æfingasalnum eins og sést í myndbandi sem Sara Sigmundsdóttir setti inn á Instagram síðu sína. Sara Sigmundsdóttir og kollegi hennar Björgvin Karl Guðmundsson mættu þá á æfingu hjá Mjölni árið 2018 þar sem Gunnar Nelson og Sunna Davíðsdóttir sýndu þeim nokkrar æfingar sem eru dæmigerðar og daglegt brauð fyrir MMA-fólk. „Ég gat ekki sett allt myndbandið inn á sínum tíma því þá var ekki búið að finna upp IGTV. Núna get ég það og hér er það,“ skrifaði Sara inn á Instagram. View this post on Instagram You talking to me A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on May 28, 2020 at 5:40pm PDT Það var búið að vinna myndbandið fyrir alla erlenda aðdáendur Söru því öll samtölin fóru fram á íslensku en undir mátti finna enskan texta. „Þið fáið líka auka bónus því þið heyrið okkur þarna tala saman á íslensku. Engar áhyggjur samt því það fylgir enskur texti með,“ skrifaði Sara við færsluna. „Við erum að fá CrossFittarana Söru Sigmunds og Björgvin Karl til okkar í Mjölni. Við ætlum að fara yfir nokkur MMA-brögð og einhverja lása. Við ætlum að leyfa þeim að kýla í púða og hver veit kannski tökum við einhverja glímu í lokin,“ sagði Gunnar Nelson í upphafi myndbandsins. Sara gerði líka upp upplifun sína í myndbandinu sjálfu þar sem hún fór yfir æfinguna við lok hennar. „Æfingin var frábær og gekk betur en ég bjóst við. Þetta var skemmtilegra en ég bjóst við. Þetta minnti mig á það þegar ég var að læra snörun í fyrsta skiptið og var smá samhæfing. Þetta var mjög gaman,“ sagði Sara um æfinguna í myndbandinu. „Sunna er frábær þjálfari og núna væri ég til að kenna henni snörun og jafnhendingu,“ sagði Sara og Sunna skaut inn í: „Frábær nemandi,“ sagði Sunna og Sara var ánægð með það. Eitt skemmtilegast myndbrotið var þegar Gunnar Nelson var að kenna Söru og Björgvini Karli að taka hengingarbragðið. „Besta leiðin til að útskýra þetta er að þetta sé eins og þú sért að knúsa einhvern með öllu afli, þvílíkt innilega. Þá gleymir þú ekkert að spenna neitt,“ sagði Gunnar Nelson. Bæði Björgvin Karl og Sara fengu síðan að taka á Gunnari Nelson. Það má sjá allt þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan. View this post on Instagram ? Throwback to 2018 when me and @bk_gudmundsson were invited to @mjolnirmma to do a session with Iceland s finest pro mma fighters @gunninelson and @sunnatsunami??????? ??? I couldn t upload the whole video back then because IGTV had not yet been created - but now I can. So here it is???? ??? ??? An added bonus is that you get to hear us talk in our native Icelandic the whole time, but do not worry, there are English subtitles??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? ??? by @snorribjorns?? ?? #mma #crossfit #mjolnirmma #gunnarnelson #sunnatsunami #bkg #ufc #invictafc #baklandmgmt #icelanders #vikings A post shared by Sara Sigmundsdo´ttir (@sarasigmunds) on May 31, 2020 at 10:24am PDT
CrossFit MMA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira