Finna fyrir varnarleysi og halda samstöðufund á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2020 13:30 Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey
Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira