Finna fyrir varnarleysi og halda samstöðufund á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2020 13:30 Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey
Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira