„Samband mitt við Sindra er mjög gott“ – Dómarinn ekki með gult spjald Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2020 12:45 Það gekk mikið á í æfingaleik ÍA og Víkings Ó. í gær. skjáskot/íatv „Ég á í góðu sambandi við mína gömlu liðsfélaga,“ segir Gonzalo Zamorano, leikmaður Víkings Ó., en mikill hiti var í leiknum þegar hann mætti sínu gamla liði ÍA í vináttuleik í gær. Rauða spjaldið fór á loft og dómarinn vildi flauta leikinn af í kjölfarið. Zamorano var í sviðsljósinu í leiknum, á Akranesi þar sem hann spilaði síðasta sumar. Fyrst fékk Sindri Snær Magnússon rautt spjald fyrir að renna sér harkalega aftan í Spánverjann. Strax í kjölfarið renndi Zamorano sér svo í leikmann ÍA af krafti og það var þá sem að upp úr sauð og bæði leikmenn inni á vellinum og varamenn hópuðust saman, ýttu hver við öðrum og létu fúkyrði falla. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson virtist alls ekki hafa búist við slíkum látum í æfingaleik, skiljanlega, og hugðist flauta leikinn af en að lokum tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar. ÍA vann leikinn 2-1. „Að mínu mati voru þetta bara tvær hörkutæklingar, en ekki eitthvað sem að verðskuldaði rautt spjald,“ sagði Zamorano við Vísi í dag. „Mér fannst tæklingin hans Sindra ekki verðskulda rautt spjald og að sjálfsögðu hefði ég ekki átt að fá rautt spjald fyrir mína tæklingu. Ég renndi mér af hörku en ég snerti boltann og, ég er ekki að grínast, ég snerti ekki manninn. Ég var ekkert hræddur um að fá rauða spjaldið,“ sagði Zamorano, og bætti við: „Ég held að Ívar hafi ekki verið með gult spjald með sér, því þetta var vináttuleikur. Það sagði hann alla vega. Hann var samt með rauða spjaldið. Ég held einmitt að Sindri hefði frekar átt að fá gult spjald, og ég kannski líka. Ég held að tæklingin hans Sindra líti verr út en hún var í raun og veru. Kannski var þetta appelsínugult spjald.“ Helvíti gódur æfingaleikur í dag #football— Gonzalo Zamorano (@Gonza_zam9) May 30, 2020 Spánverjinn, sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og skorað 27 mörk í 1. og 2. deild, náði ekki að skora fyrir Skagamenn í Pepsi Max-deildinni í fyrra og yfirgaf félagið eftir tímabilið. Hann sneri aftur til Víkings í Ólafsvík, þar sem hann hafði staðið sig afar vel, en segist hafa skilið við ÍA í góðu: Engin kergja á milli okkar „Ég á í góðu sambandi við flesta strákana þarna. Samband mitt við Sindra er til að mynda mjög gott, og ég fékk mér að borða með Tryggva [Hrafni Haraldssyni] eftir leikinn. Það er því engin kergja þarna á milli, ekki á milli mín og félagsins, og alls ekki á milli mín og fyrrum liðsfélaga minna. Stundum þarf maður að skipta um félag og það er ekki vandamál,“ sagði Zamorano, og tekur undir með blaðamanni að leikurinn í gær hafi verið óvenju skemmtilegur æfingaleikur: „Þetta var mjög góður leikur og mikill hraði. Ég sá leik ÍA og ÍBV sem mér fannst talsvert rólegri, enda var veðrið mjög slæmt. En þessi leikur var mjög góður og spennandi, og bæði lið fengu færi. Þetta var mjög góður æfingaleikur fyrir komandi tímabil.“ Gonzalo Zamorano sneri aftur til Víkings Ó. í vetur eftir árs dvöl hjá ÍA.mynd/ía Held að við getum farið upp Víkingur Ó. hefur leikið í 1. deild, sem nú heitir Lengjudeild, síðustu tvö ár eftir að hafa leikið í efstu deild árin 2017 og 2016, sem og reyndar árið 2013. Zamorano vill fara með liðinu upp í deild þeirra bestu: „Ég held að við getum farið upp. Við munum að minnsta kosti berjast fyrir því. Við erum að búa til gott lið, og ungu strákarnir eru duglegir að æfa og hjálpa hver öðrum. Þetta verður skemmtilegt tímabil“. Jón Páll Pálmason er tekinn við þjálfun Víkings í stað Ejub Purisevic sem fór til starfa hjá Stjörnunni eftir að hafa starfað fyrir Víking í yfir hálfan annan áratug. „Ég kann mjög vel við Jón Pál. Hann er góður þjálfari, skilur fótbolta vel og er líka mjög vinalegur. Hann er auðvitað ólíkur Ejub en ég hef ekkert yfir Ejub að kvarta og lærði mjög mikið af honum, rétt eins og af Jóa Kalla [þjálfara ÍA]. Ég læri líka mikið af Jóni Páli og kann vel við hans leikstíl,“ sagði Zamorano. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Ég á í góðu sambandi við mína gömlu liðsfélaga,“ segir Gonzalo Zamorano, leikmaður Víkings Ó., en mikill hiti var í leiknum þegar hann mætti sínu gamla liði ÍA í vináttuleik í gær. Rauða spjaldið fór á loft og dómarinn vildi flauta leikinn af í kjölfarið. Zamorano var í sviðsljósinu í leiknum, á Akranesi þar sem hann spilaði síðasta sumar. Fyrst fékk Sindri Snær Magnússon rautt spjald fyrir að renna sér harkalega aftan í Spánverjann. Strax í kjölfarið renndi Zamorano sér svo í leikmann ÍA af krafti og það var þá sem að upp úr sauð og bæði leikmenn inni á vellinum og varamenn hópuðust saman, ýttu hver við öðrum og létu fúkyrði falla. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson virtist alls ekki hafa búist við slíkum látum í æfingaleik, skiljanlega, og hugðist flauta leikinn af en að lokum tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar. ÍA vann leikinn 2-1. „Að mínu mati voru þetta bara tvær hörkutæklingar, en ekki eitthvað sem að verðskuldaði rautt spjald,“ sagði Zamorano við Vísi í dag. „Mér fannst tæklingin hans Sindra ekki verðskulda rautt spjald og að sjálfsögðu hefði ég ekki átt að fá rautt spjald fyrir mína tæklingu. Ég renndi mér af hörku en ég snerti boltann og, ég er ekki að grínast, ég snerti ekki manninn. Ég var ekkert hræddur um að fá rauða spjaldið,“ sagði Zamorano, og bætti við: „Ég held að Ívar hafi ekki verið með gult spjald með sér, því þetta var vináttuleikur. Það sagði hann alla vega. Hann var samt með rauða spjaldið. Ég held einmitt að Sindri hefði frekar átt að fá gult spjald, og ég kannski líka. Ég held að tæklingin hans Sindra líti verr út en hún var í raun og veru. Kannski var þetta appelsínugult spjald.“ Helvíti gódur æfingaleikur í dag #football— Gonzalo Zamorano (@Gonza_zam9) May 30, 2020 Spánverjinn, sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og skorað 27 mörk í 1. og 2. deild, náði ekki að skora fyrir Skagamenn í Pepsi Max-deildinni í fyrra og yfirgaf félagið eftir tímabilið. Hann sneri aftur til Víkings í Ólafsvík, þar sem hann hafði staðið sig afar vel, en segist hafa skilið við ÍA í góðu: Engin kergja á milli okkar „Ég á í góðu sambandi við flesta strákana þarna. Samband mitt við Sindra er til að mynda mjög gott, og ég fékk mér að borða með Tryggva [Hrafni Haraldssyni] eftir leikinn. Það er því engin kergja þarna á milli, ekki á milli mín og félagsins, og alls ekki á milli mín og fyrrum liðsfélaga minna. Stundum þarf maður að skipta um félag og það er ekki vandamál,“ sagði Zamorano, og tekur undir með blaðamanni að leikurinn í gær hafi verið óvenju skemmtilegur æfingaleikur: „Þetta var mjög góður leikur og mikill hraði. Ég sá leik ÍA og ÍBV sem mér fannst talsvert rólegri, enda var veðrið mjög slæmt. En þessi leikur var mjög góður og spennandi, og bæði lið fengu færi. Þetta var mjög góður æfingaleikur fyrir komandi tímabil.“ Gonzalo Zamorano sneri aftur til Víkings Ó. í vetur eftir árs dvöl hjá ÍA.mynd/ía Held að við getum farið upp Víkingur Ó. hefur leikið í 1. deild, sem nú heitir Lengjudeild, síðustu tvö ár eftir að hafa leikið í efstu deild árin 2017 og 2016, sem og reyndar árið 2013. Zamorano vill fara með liðinu upp í deild þeirra bestu: „Ég held að við getum farið upp. Við munum að minnsta kosti berjast fyrir því. Við erum að búa til gott lið, og ungu strákarnir eru duglegir að æfa og hjálpa hver öðrum. Þetta verður skemmtilegt tímabil“. Jón Páll Pálmason er tekinn við þjálfun Víkings í stað Ejub Purisevic sem fór til starfa hjá Stjörnunni eftir að hafa starfað fyrir Víking í yfir hálfan annan áratug. „Ég kann mjög vel við Jón Pál. Hann er góður þjálfari, skilur fótbolta vel og er líka mjög vinalegur. Hann er auðvitað ólíkur Ejub en ég hef ekkert yfir Ejub að kvarta og lærði mjög mikið af honum, rétt eins og af Jóa Kalla [þjálfara ÍA]. Ég læri líka mikið af Jóni Páli og kann vel við hans leikstíl,“ sagði Zamorano.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira