Partí gæti kostað prinsinn eina og hálfa milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 22:31 Jóakim prins, fyrir miðju, ásamt föður sínum og systur. Patrick van Katwijk/Getty Belgíski prinsinn Jóakim hefur verið greindur með kórónuveiruna eftir að hafa sótt gleðskap í spænsku borginni Córdoba. Þetta kemur fram í tilkynningu frá belgísku konungshöllinni. Komi í ljós að prinsinn hafi gerst sekur um brot á reglum um samkomur gæti hann þurft að greiða háa sekt. Hinn 28 ára Jóakim, sem er sonur prinsessunnar Astrid og þar með systursonur Filippusar konungs, ferðaðist til Córdoba til þess að leggja stund á starfsnám. Tveimur dögum eftir komuna þangað, þann 28. maí, fór prinsinn í partí og greindist með kórónuveiruna í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir spænskum fjölmiðlum að 27 manns hafi verið viðstaddir, en það telst brot á samkomubanni sem nú er í gildi á Spáni. Aðeins 15 eða færri mega koma saman á hverjum stað. Lögreglan í Córdoba rannsakar nú gleðskapinn. Komi í ljós að samkomubann hafi verið brotið gætu allir gestir átt von á sekt upp á allt að tíu þúsund evrur, en það samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Jóakim prins, sem er tíundi í röðinni að belgísku krúnunni, er nú í sóttkví í Córdoba. Einkenni hans af Covid-19, sem kórónuveiran getur valdið, eru sögð væg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Spánn Kóngafólk Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Belgíski prinsinn Jóakim hefur verið greindur með kórónuveiruna eftir að hafa sótt gleðskap í spænsku borginni Córdoba. Þetta kemur fram í tilkynningu frá belgísku konungshöllinni. Komi í ljós að prinsinn hafi gerst sekur um brot á reglum um samkomur gæti hann þurft að greiða háa sekt. Hinn 28 ára Jóakim, sem er sonur prinsessunnar Astrid og þar með systursonur Filippusar konungs, ferðaðist til Córdoba til þess að leggja stund á starfsnám. Tveimur dögum eftir komuna þangað, þann 28. maí, fór prinsinn í partí og greindist með kórónuveiruna í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir spænskum fjölmiðlum að 27 manns hafi verið viðstaddir, en það telst brot á samkomubanni sem nú er í gildi á Spáni. Aðeins 15 eða færri mega koma saman á hverjum stað. Lögreglan í Córdoba rannsakar nú gleðskapinn. Komi í ljós að samkomubann hafi verið brotið gætu allir gestir átt von á sekt upp á allt að tíu þúsund evrur, en það samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Jóakim prins, sem er tíundi í röðinni að belgísku krúnunni, er nú í sóttkví í Córdoba. Einkenni hans af Covid-19, sem kórónuveiran getur valdið, eru sögð væg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Spánn Kóngafólk Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira