Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta stuðning við WHO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 14:16 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins, biðlaði til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. EPA/OLIVIER HOSLET Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Evrópusambandið hvatti Bandaríkin til þessa í dag. „Á tímum þessarar alþjóðlegu ógnar er tími til að auka samstarf og vinna að sameiginlegum lausnum. Aðgerðir sem veikja alþjóðlegar lausnir verður að forðast,“ sögðu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins og Josep Borrel, æðsti diplómat Evrópusambandsins, í yfirlýsingu. „Þess vegna hvetjum við Bandaríkin að endurmeta yfirlýsta ákvörðun sína,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðunina í gær. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Á blaðamannafundi í gær sagði Trump að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni til stofnunarinnar og hafi beitt hana þrýstingi til að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum jafnframt um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100 þúsund dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heim. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Kína Tengdar fréttir Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Evrópusambandið hvatti Bandaríkin til þessa í dag. „Á tímum þessarar alþjóðlegu ógnar er tími til að auka samstarf og vinna að sameiginlegum lausnum. Aðgerðir sem veikja alþjóðlegar lausnir verður að forðast,“ sögðu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins og Josep Borrel, æðsti diplómat Evrópusambandsins, í yfirlýsingu. „Þess vegna hvetjum við Bandaríkin að endurmeta yfirlýsta ákvörðun sína,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðunina í gær. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Á blaðamannafundi í gær sagði Trump að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni til stofnunarinnar og hafi beitt hana þrýstingi til að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum jafnframt um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100 þúsund dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heim. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Kína Tengdar fréttir Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41
Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14