Óttast að ströng skilyrði fyrir hlutastarfaleið fæli fyrirtæki frá Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:25 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira