Bandaríkin hætta að styðja WHO Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2020 21:05 Trump hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu í dag. Getty/Win McNamee Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta kom fram í máli forsetans í Rósagarði Hvíta hússins en þar sagði forsetinn að þeir fjármunir sem hefðu farið til WHO verði nýttir til stuðnings annara heilbrigðisstofnanna. Sky greinir frá. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess sem að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Forsetinn sagði á fundinum að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldum sínum til stofnunarinnar og hafi beitt þrýstingi gegn stofnuninni til þess að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100.000 dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heiminn. Trump gagnrýndi þó ekki eingöngu Kínverja vegna veirunnar sem hann kallar enn Wuhan-veiruna heldur fjallaði hann einnig um nýja öryggislöggjöf Kínverja vegna Hong Kong sem hefur valdið miklum usla í borgríkinu undanfarið. Forsetinn sagði Hong Kong ekki teljast sjálfstjórnarríki lengur og sagði Bandaríkin ekki munu sinna borginni sérstaklega vegna þessa. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Talið var líklegt að forsetinn myndi svara spurningum um andlát Minneapolis-búans George Floyd eftir erindi sitt á fundinum en forseti leyfði engar spurningar eftir að hafa lokið máli sínu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta kom fram í máli forsetans í Rósagarði Hvíta hússins en þar sagði forsetinn að þeir fjármunir sem hefðu farið til WHO verði nýttir til stuðnings annara heilbrigðisstofnanna. Sky greinir frá. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess sem að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Forsetinn sagði á fundinum að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldum sínum til stofnunarinnar og hafi beitt þrýstingi gegn stofnuninni til þess að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100.000 dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heiminn. Trump gagnrýndi þó ekki eingöngu Kínverja vegna veirunnar sem hann kallar enn Wuhan-veiruna heldur fjallaði hann einnig um nýja öryggislöggjöf Kínverja vegna Hong Kong sem hefur valdið miklum usla í borgríkinu undanfarið. Forsetinn sagði Hong Kong ekki teljast sjálfstjórnarríki lengur og sagði Bandaríkin ekki munu sinna borginni sérstaklega vegna þessa. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Talið var líklegt að forsetinn myndi svara spurningum um andlát Minneapolis-búans George Floyd eftir erindi sitt á fundinum en forseti leyfði engar spurningar eftir að hafa lokið máli sínu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira