Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2020 09:00 Runescape er enn vinsæll fjölspilunarleikur þrátt fyrir að vera kominn til ára sinna. Mynd/Spineweilder Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum. Leikjavísir Venesúela Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum.
Leikjavísir Venesúela Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira