Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2020 09:00 Runescape er enn vinsæll fjölspilunarleikur þrátt fyrir að vera kominn til ára sinna. Mynd/Spineweilder Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum. Leikjavísir Venesúela Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum.
Leikjavísir Venesúela Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira