Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. Fyrirtækið hyggst nýta fjármunina til að „styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins í rannsóknum og þróun á hugbúnaði ásamt því að styðja við sölu og þjónustu fyrirtækisins til að mæta aukinni eftirspurn,“ eins og það er orðað í orðsendingu frá Meniga vegna fjárfestingarinnar.
Umræddar bankasamsteypur, Groupe BPCE, Grupe Crédito Agrícola og UniCredit, eru meðal viðskiptavina Meniga. Groupe BPCE, næst stærsta bankasamsteypa í Frakklandi, er með um 36 milljón viðskiptavini, Grupo Crédito Agrícola, einn stærsti banki Portúgal, er með 1,5 milljón viðskiptavini og UniCredit starfar í 13 löndum íEvrópu og eru með starfsemi í 18 löndum til viðbótar víðsvegar um heiminn. Unicredit hafði áður fjárfest í Meniga árið 2018.
Auk bankasamsteypanna tóku núverandi fjárfestar í fyrirtækinu, Frumtak Ventures, Velocity Capital og Industrifonden, í 1,3 milljarða króna fjárfestingunni.
Fjármálabúnaður Meniga er nú aðgengilegur í 30 löndum og hefur fyrirtækið opnað skrifstofur í Lundúnum, Stokkhólmi, Varsjá, Barcelona og Singapúr, auk höfuðstöðvanna í Kópavogi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 160 í dag.