Tekur UFC fram yfir Bellator: Líklegra að maður mæti gæja sem notar ekki stera Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 19:00 Gunnar Nelson var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00