Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye.
Í þáttunum taka þeir fyrir einstakling sem þarf aðstoð við að breyta lífi sínu og fær sá nýjan fataskáp, klippingu, heimilið er tekið í gegn og er einnig reynt að hjálpa á andlega sviðinu.
Netflix-þættirnir njóta gríðarlegra vinsælda um heim allan en á næstunni kemur út fimmta þáttaröðin af þáttunum Queer Eye.
Á dögunum birti Netflix fyrstu stikluna úr þáttaröðinni sem fer í loftið 5. júní. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna.