Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 14:43 Fjórar raðir taka á móti farþegum í skimunarrými Keflavíkurflugvallar við komun til landsins frá og með 15. júní samkvæmt tillögum Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar. Vísir/Vilhelm Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira