Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 09:36 Horft til Eyjafjallajökuls frá tíu ára gömlum gígunum á Fimmvörðuhálsi. Myndin var tekin síðastliðið haust. Sjá má fólk á gígnum. Stöð 2/Einar Árnason. Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar flogið er yfir gígana á Fimmvörðuhálsi, þá Magna og Móða, má enn sjá gufumekki stíga upp. Þarna virðist ennþá vera einhver hiti undir, tíu árum eftir að þeir mynduðust í hraungosi, undanfara öskugossins í toppgígnum, sem gerði Eyjafjallajökul heimsfrægan, en tíu ár voru liðin um síðustu helgi frá lokum eldsumbrotanna. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur hugar að GPS-mælistöð sunnan Hrífuness í Skaftártungu.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, er í hópi þeirra vísindamanna sem vakta eldstöðina og hafa til þess meðal annars gps-mælistöðvar og jarðskjálftamæla í grennd við fjallið. Hann segir að fyrsta árið eftir goslokin í maí 2010 hafi lítið gerst í Eyjafjallajökli en svo fór athyglisverður atburður í gang í fjallinu sem benti til nýs kvikuinnstreymis. „Upp úr 2011 þá fór það í raun og veru að þenjast út aftur, tiltölulega hægt, en þetta var stöðug þensla sem var í gangi alveg til 2015, svona frekar sunnan við toppinn á eldfjallinu og þar kannski á fimm kílómetra dýpi,“ segir Halldór. Þenslan hætti svo skyndilega árið 2015, fjallið fór að síga og það sig hefur síðan haldið áfram. „Þegar það sígur svona í eldstöðvum þá eru minni líkur á því að hún taki sig upp og gjósi, svona almennt séð.“ Halldór Geirsson starfar sem jarðeðlisfræðingur og dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Fjallið virðist þannig vera að leggjast í dvala. En þýðir þetta að við erum kannski að sjá 100-200 ára goshlé? „Það getur vel verið að við séum að sjá hlé upp á nokkurhundruð ár, sko. Það er ekkert ósennilegt.“ Halldór varar þó við því að draga of miklar ályktanir af gossögu og goshléum fyrri alda. „Því að þessar eldstöðvar þær eiga yfirleitt margþætta ævi og geta gosið á margþættan hátt. Þannig að það verður bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Halldór Geirsson, dósent við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar flogið er yfir gígana á Fimmvörðuhálsi, þá Magna og Móða, má enn sjá gufumekki stíga upp. Þarna virðist ennþá vera einhver hiti undir, tíu árum eftir að þeir mynduðust í hraungosi, undanfara öskugossins í toppgígnum, sem gerði Eyjafjallajökul heimsfrægan, en tíu ár voru liðin um síðustu helgi frá lokum eldsumbrotanna. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur hugar að GPS-mælistöð sunnan Hrífuness í Skaftártungu.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, er í hópi þeirra vísindamanna sem vakta eldstöðina og hafa til þess meðal annars gps-mælistöðvar og jarðskjálftamæla í grennd við fjallið. Hann segir að fyrsta árið eftir goslokin í maí 2010 hafi lítið gerst í Eyjafjallajökli en svo fór athyglisverður atburður í gang í fjallinu sem benti til nýs kvikuinnstreymis. „Upp úr 2011 þá fór það í raun og veru að þenjast út aftur, tiltölulega hægt, en þetta var stöðug þensla sem var í gangi alveg til 2015, svona frekar sunnan við toppinn á eldfjallinu og þar kannski á fimm kílómetra dýpi,“ segir Halldór. Þenslan hætti svo skyndilega árið 2015, fjallið fór að síga og það sig hefur síðan haldið áfram. „Þegar það sígur svona í eldstöðvum þá eru minni líkur á því að hún taki sig upp og gjósi, svona almennt séð.“ Halldór Geirsson starfar sem jarðeðlisfræðingur og dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Fjallið virðist þannig vera að leggjast í dvala. En þýðir þetta að við erum kannski að sjá 100-200 ára goshlé? „Það getur vel verið að við séum að sjá hlé upp á nokkurhundruð ár, sko. Það er ekkert ósennilegt.“ Halldór varar þó við því að draga of miklar ályktanir af gossögu og goshléum fyrri alda. „Því að þessar eldstöðvar þær eiga yfirleitt margþætta ævi og geta gosið á margþættan hátt. Þannig að það verður bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Halldór Geirsson, dósent við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40
Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03