Karlarnir í aðalhlutverkum í helstu markaðsherferð Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 16:26 Hannes Þór Halldórsson leikstjóri, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Steindi Jr. með svitabandið. @hanneshalldorsson Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann
Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira