Danir loka landinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 18:21 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/Getty Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03
Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38