Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 22:18 Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna. Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna.
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira