Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2020 07:08 Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, skoðar gróður á aurunum sem fylltu lónið við Gígjökul fyrir tíu árum. Myndin var tekin síðastliðið haust við upptökur á þáttum Stöðvar 2 um eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjær eru Kristján Már Unnarsson, Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Stöð 2/Einar Árnason. Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Eitthvert magnaðasta sjónarspilið í gosinu var við Gígjökul þegar kolmórautt bræðsluvatnið frá gosinu sturtaðist úr toppgígnum og fyllti jökullónið á aðeins hálftíma. Sjá hér: Fyrstu sólarhringar eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls En það voru líka eftirminnilegar myndir af hrauninu sem rann frá gígunum á Fimmvörðuhálsi en það barst langar leiðir niður með Hrunagili. Sjá hér: Fyrir tíu árum flykktist fólk á Fimmvörðuháls Þegar við fljúgum yfir Hrunagil tíu árum síðar er hraunið ekki lengur kolsvart heldur komin græn slikja yfir það. Horft niður í botn Hrunagils. Þar er komin græn slikja yfir hraunið sem rann fyrir tíu árum og áin búin að móta sér nýjan farveg.Stöð 2/Einar Árnason. Og það sama sjáum við þegar við rennum okkur yfir fyrrum lónsstæði við Gígjökull. Öskugrár aurinn frá gosinu er smámsaman að verða grænn. Þar sjást núna mosi og allskyns smágróður. „Já, þetta fylltist upp. Við erum núna í talsverðri hæð yfir upphaflegum lónbotni og athyglisvert að sjá hérna líka hvernig gróðurinn er að ná hér fótfestu. Hér er allt að fyllast af mosa og öðrum gróðri,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mosi og grasstrá á aurunum við Gígjökul.Stöð 2/Einar Árnason. „Þannig að náttúran heldur áfram sínu þó að stundum slettist upp á vinskapinn," segir Páll í viðtali á staðnum, sem tekið var síðastliðið haust í kvikmyndatöku vegna sjónvarpsþátta Stöðvar 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins, en þá má nálgast á Maraþoni Stöðvar 2. „Já, þetta er náttúrlega alveg magnað að sjá. Hér er bara að koma upp mosi og annar lággróður,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Aurarnir sem fylltu lónið við Gígjökul eru ekki lengur öskugráir. Grænn litur er að færast yfir svæðið.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara að sá sér út og þetta mun bara gróa upp á næstu 15-20 árum. Þá verður þetta orðið bara ein heild.“ -Kannski munum við bara sjá birkiskóg hér á endanum? „Ja, ég veit ekki. Það er náttúrlega ekki langt í hann hérna hinumegin við, í Básum og inni í Þórsmörk. En af hverju ekki? Hérna geta hugsanlega orðið skilyrði fyrir það, eins og annarsstaðar hefur sést á svona samskonar landi,“ segir Ólafur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Eitthvert magnaðasta sjónarspilið í gosinu var við Gígjökul þegar kolmórautt bræðsluvatnið frá gosinu sturtaðist úr toppgígnum og fyllti jökullónið á aðeins hálftíma. Sjá hér: Fyrstu sólarhringar eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls En það voru líka eftirminnilegar myndir af hrauninu sem rann frá gígunum á Fimmvörðuhálsi en það barst langar leiðir niður með Hrunagili. Sjá hér: Fyrir tíu árum flykktist fólk á Fimmvörðuháls Þegar við fljúgum yfir Hrunagil tíu árum síðar er hraunið ekki lengur kolsvart heldur komin græn slikja yfir það. Horft niður í botn Hrunagils. Þar er komin græn slikja yfir hraunið sem rann fyrir tíu árum og áin búin að móta sér nýjan farveg.Stöð 2/Einar Árnason. Og það sama sjáum við þegar við rennum okkur yfir fyrrum lónsstæði við Gígjökull. Öskugrár aurinn frá gosinu er smámsaman að verða grænn. Þar sjást núna mosi og allskyns smágróður. „Já, þetta fylltist upp. Við erum núna í talsverðri hæð yfir upphaflegum lónbotni og athyglisvert að sjá hérna líka hvernig gróðurinn er að ná hér fótfestu. Hér er allt að fyllast af mosa og öðrum gróðri,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mosi og grasstrá á aurunum við Gígjökul.Stöð 2/Einar Árnason. „Þannig að náttúran heldur áfram sínu þó að stundum slettist upp á vinskapinn," segir Páll í viðtali á staðnum, sem tekið var síðastliðið haust í kvikmyndatöku vegna sjónvarpsþátta Stöðvar 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins, en þá má nálgast á Maraþoni Stöðvar 2. „Já, þetta er náttúrlega alveg magnað að sjá. Hér er bara að koma upp mosi og annar lággróður,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Aurarnir sem fylltu lónið við Gígjökul eru ekki lengur öskugráir. Grænn litur er að færast yfir svæðið.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara að sá sér út og þetta mun bara gróa upp á næstu 15-20 árum. Þá verður þetta orðið bara ein heild.“ -Kannski munum við bara sjá birkiskóg hér á endanum? „Ja, ég veit ekki. Það er náttúrlega ekki langt í hann hérna hinumegin við, í Básum og inni í Þórsmörk. En af hverju ekki? Hérna geta hugsanlega orðið skilyrði fyrir það, eins og annarsstaðar hefur sést á svona samskonar landi,“ segir Ólafur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36