Ferðabann Trump kom evrópskum ráðamönnum að óvörum Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 11:29 Ákvörðun Trump um ferðabann á Evrópu vegna kórónuveirunnar í sjónvarpsávarpi í nótt kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Evrópskir ráðamenn gagnrýndu að ákvörðunin hafi verið tekin án samráðs við þá. Vísir/EPA Evrópskir ráðamenn fengu engan fyrirvara um að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlaði að leggja á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna vegna kórónuveirufaraldursins í nótt. Margir þeirra telja að pólitík hafi ráðið för hjá bandaríska forsetanum. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um ferðabönn af þessu tagi. Trump tilkynnti um ferðabann frá Evrópu í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag í sjónvarpsávarpi sem hann hélt í nótt. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu fjórtán daga. Bretland er undanskilið ferðabanninu. Evrópusambandið lýsti vanþóknun sinni á að ákvörðun Trump hafi verið tekin einhliða og án samráðs í yfirlýsingu frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Charles Michel, forseta ráðherraráðsins, í dag. Sögðu þau að ESB taki fast á málum til að stöðva útbreiðlu veirunnar. Íslensk stjórnvöld hafa þegar mótmælt ákvörðun Bandaríkjastjórnar og ræddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, við bandaríska sendiherrann í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti ferðabanninu sem reiðarslagi fyrir íslensku þjóðina í morgun. Fjármálamarkaðir hafa tekið tíðindunum illa og hafa helstu vísitölur í Asíu og Evrópu fallið hratt í nótt og í morgun. Jafnvel í Bretlandi eru ráðamenn furðu lostnir yfir ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Þeir telja vísindaleg rök ekki hníga að ferðabanni af þessu tagi. „Ráðleggingarnar sem við fáum eru að það séu ekki vísbendingar um að inngrip eins og að loka landamærum eða ferðabönn hafi efnisleg áhrif á útbreiðslu smita,“ sagði Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í morgun. Bretland stendur utan Schengen-svæðisins og er því undanskilið ferðabanni Trump.Vísir/EPA Fjöldahræðsla á flugvöllum Ringulreið er sögð hafa skapast á evrópskum flugvöllum í morgun eftir að ferðalangar vöknuðu við óvænt tíðindi af ferðabanninu. Reuters-fréttastofan segir að bandarískir og evrópskir ferðamenn hafi þannig þust út á Barajas-flugvöll í Madrid á Spáni til að ná síðustu vélunum til Bandaríkjanna áður en bannið tekur gildi. „Þetta olli fjöldahræðslu,“ segir Anna Grace, bandarískur námsmaður sem þurfti að breyta ferðaáformum sínum í skyndingu og fljúga heim til Bandaríkjanna í staðinn fyrir að halda fyrstu Evrópureisu sinni áfram. Washington Post segir að Michael Bauer, þýskur forstöðumaður lækninga, hafi sagt í útvarpsviðtali í Þýskalandi í morgun að aðgerðir Trump væru aðallega pólitískar í ljósi yfirvofandi forsetakosningar í haust. „Ég held að ástandið í Bandaríkjunum, þar sem mjög fáir einstaklingar hafa verið prófaðir en dauðsföll eru hlutfallslega mörg miðað við hversu margir hafa verið prófaðir, sýni sérstaklega að aðeins toppur ísjakans sé sýnilegur í Bandaríkjunum, sennilega að hluta til af pólitískum ástæðum,“ sagði Bauer sem ýjaði ennfremur að því að ákvörðunin um að undanskilja Bretland væri pólitísk. Útlendingar hentugir blórabögglar fyrir Trump Trump og ríkisstjórn hans hafa sætt gagnrýni fyrir að bregðast hægt og illa við útbreiðslu kórónuveirunnar. Gagnrýnendur hafa fullyrt að Trump og ríkisstjórn hafi hugsað meira um gera lítið úr alvarleika faraldursins til að róa markaði en að grípa til raunverulegra aðgerða til að rekja smit og takmarka útbreiðslu veirunnar. Í ávarpi sínu í nótt freistaði Trump þess að kenna öðrum löndum um útbreiðslu veirunnar og gagnrýndi viðbrögð þeirra. Talaði hann um veiruna sem „erlenda veiru“. Gérard Araud, fyrrverandi sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum, telur að rekja megi ákvörðun Trump um ferðabannið til gagnrýninnar sem hann hefur sjálfur setið undir heima fyrir. „Trump þurfti á sögu að halda til að fría ríkisstjórn hans af nokkurri ábyrgð á neyðarástandinu. Útlendingurinn er alltaf ákjósanlegur blóraböggull. Það er þegar búið að nota Kínverja. Notum þá Evrópumanninn, ekki hvaða Evrópumann sem er heldur þá sem eru í Evrópusambandinu,“ tísti Araud. Trump needed a narrative to exonerate his administration from any responsibility in the crisis. The foreigner is always a good scapegoat. The Chinese has already been used. So, let s take the European, not any European, the EU-one. Doesn t make sense but ideologically healthy.— Gérard Araud (@GerardAraud) March 12, 2020 Ruglingur skapaðist einnig vegna þess hversu óskýr yfirlýsing Trump var í nótt. Hann virtist þannig segja að ekki aðeins yrðu farþegaflutningar frá Evrópu stöðvaðir heldur einnig allir vöruflutningar. Hvíta húsið áréttaði síðar að bannið næði aðeins til fólksflutninga. Þá hefur ákvörðunin um að undanskilja Bretland frá ferðabanninu vakið upp spurningar. Politico benti þannig á að þau Evrópulönd þar sem fyrirtæki Trump forseta rekur golfvelli séu undanþegin banninu. Bæði Bretland og Írland standa utan Schengen-samstarfsins. Wuhan-veiran Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 09:43 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Evrópskir ráðamenn fengu engan fyrirvara um að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlaði að leggja á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna vegna kórónuveirufaraldursins í nótt. Margir þeirra telja að pólitík hafi ráðið för hjá bandaríska forsetanum. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um ferðabönn af þessu tagi. Trump tilkynnti um ferðabann frá Evrópu í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag í sjónvarpsávarpi sem hann hélt í nótt. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu fjórtán daga. Bretland er undanskilið ferðabanninu. Evrópusambandið lýsti vanþóknun sinni á að ákvörðun Trump hafi verið tekin einhliða og án samráðs í yfirlýsingu frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Charles Michel, forseta ráðherraráðsins, í dag. Sögðu þau að ESB taki fast á málum til að stöðva útbreiðlu veirunnar. Íslensk stjórnvöld hafa þegar mótmælt ákvörðun Bandaríkjastjórnar og ræddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, við bandaríska sendiherrann í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti ferðabanninu sem reiðarslagi fyrir íslensku þjóðina í morgun. Fjármálamarkaðir hafa tekið tíðindunum illa og hafa helstu vísitölur í Asíu og Evrópu fallið hratt í nótt og í morgun. Jafnvel í Bretlandi eru ráðamenn furðu lostnir yfir ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Þeir telja vísindaleg rök ekki hníga að ferðabanni af þessu tagi. „Ráðleggingarnar sem við fáum eru að það séu ekki vísbendingar um að inngrip eins og að loka landamærum eða ferðabönn hafi efnisleg áhrif á útbreiðslu smita,“ sagði Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í morgun. Bretland stendur utan Schengen-svæðisins og er því undanskilið ferðabanni Trump.Vísir/EPA Fjöldahræðsla á flugvöllum Ringulreið er sögð hafa skapast á evrópskum flugvöllum í morgun eftir að ferðalangar vöknuðu við óvænt tíðindi af ferðabanninu. Reuters-fréttastofan segir að bandarískir og evrópskir ferðamenn hafi þannig þust út á Barajas-flugvöll í Madrid á Spáni til að ná síðustu vélunum til Bandaríkjanna áður en bannið tekur gildi. „Þetta olli fjöldahræðslu,“ segir Anna Grace, bandarískur námsmaður sem þurfti að breyta ferðaáformum sínum í skyndingu og fljúga heim til Bandaríkjanna í staðinn fyrir að halda fyrstu Evrópureisu sinni áfram. Washington Post segir að Michael Bauer, þýskur forstöðumaður lækninga, hafi sagt í útvarpsviðtali í Þýskalandi í morgun að aðgerðir Trump væru aðallega pólitískar í ljósi yfirvofandi forsetakosningar í haust. „Ég held að ástandið í Bandaríkjunum, þar sem mjög fáir einstaklingar hafa verið prófaðir en dauðsföll eru hlutfallslega mörg miðað við hversu margir hafa verið prófaðir, sýni sérstaklega að aðeins toppur ísjakans sé sýnilegur í Bandaríkjunum, sennilega að hluta til af pólitískum ástæðum,“ sagði Bauer sem ýjaði ennfremur að því að ákvörðunin um að undanskilja Bretland væri pólitísk. Útlendingar hentugir blórabögglar fyrir Trump Trump og ríkisstjórn hans hafa sætt gagnrýni fyrir að bregðast hægt og illa við útbreiðslu kórónuveirunnar. Gagnrýnendur hafa fullyrt að Trump og ríkisstjórn hafi hugsað meira um gera lítið úr alvarleika faraldursins til að róa markaði en að grípa til raunverulegra aðgerða til að rekja smit og takmarka útbreiðslu veirunnar. Í ávarpi sínu í nótt freistaði Trump þess að kenna öðrum löndum um útbreiðslu veirunnar og gagnrýndi viðbrögð þeirra. Talaði hann um veiruna sem „erlenda veiru“. Gérard Araud, fyrrverandi sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum, telur að rekja megi ákvörðun Trump um ferðabannið til gagnrýninnar sem hann hefur sjálfur setið undir heima fyrir. „Trump þurfti á sögu að halda til að fría ríkisstjórn hans af nokkurri ábyrgð á neyðarástandinu. Útlendingurinn er alltaf ákjósanlegur blóraböggull. Það er þegar búið að nota Kínverja. Notum þá Evrópumanninn, ekki hvaða Evrópumann sem er heldur þá sem eru í Evrópusambandinu,“ tísti Araud. Trump needed a narrative to exonerate his administration from any responsibility in the crisis. The foreigner is always a good scapegoat. The Chinese has already been used. So, let s take the European, not any European, the EU-one. Doesn t make sense but ideologically healthy.— Gérard Araud (@GerardAraud) March 12, 2020 Ruglingur skapaðist einnig vegna þess hversu óskýr yfirlýsing Trump var í nótt. Hann virtist þannig segja að ekki aðeins yrðu farþegaflutningar frá Evrópu stöðvaðir heldur einnig allir vöruflutningar. Hvíta húsið áréttaði síðar að bannið næði aðeins til fólksflutninga. Þá hefur ákvörðunin um að undanskilja Bretland frá ferðabanninu vakið upp spurningar. Politico benti þannig á að þau Evrópulönd þar sem fyrirtæki Trump forseta rekur golfvelli séu undanþegin banninu. Bæði Bretland og Írland standa utan Schengen-samstarfsins.
Wuhan-veiran Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 09:43 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 09:43
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25