Skjálftinn var 5,2 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 10:33 Skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálf ellefu nærri Grindavík. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira