Ef nemendur eru með einhver af helstu einkennum kórónuveirunnar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum sendu til foreldra og nemenda í kvöld. Um er að ræða áminningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig,“ segir í tölvupóstinum.
Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstigi almannavarna er í gildi.
Helstu einkenni eru hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur.
Meltingareinkenni (kviðverkir, ógelði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó.
Þá er fólk minnt á mikilvægi þess að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má vef hans.