„Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2020 15:02 Meðlimir bandsins fóru í viðtal hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Marinó Geir Lilliendahl sést hér fremstur í mynd. Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi fyrir tónlistarfólk og skemmtikrafta þar sem nánast allt skemmtanahald hefur legið niðri frá byrjun mars. Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins og undir venjulegum kringumstæðum væru allar helgar bókaðar undir árshátíðir á þessum tíma árs. Marinó Geir Lilliendahl er trommuleikari og umboðsmaður Stuðlabandsins. Hann segir þetta hafa verið mjög skrýtinn tíma en þó virðist eitthvað vera að rofa til. „Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur sem erum vanir því að spila svona mikið. Við höfum þó reynt að gera gott úr hlutunum og nýta tímann sem best. Við höfum verið duglegir að senda frá okkur myndbönd frá viðburðum síðasta árs ásamt því að hafa fært okkur inn í hljóðver þar sem við erum að vinna í nýrri tónlist,“ segir Marinó. Á þessum tíma er oftast mjög mikið að gera hjá Stuðlabandinu. „Á þessum tíma ársins erum við vanalega með 2-3 gigg hverja einustu helgi og því hefur þetta verið ansi undarlegur tími hjá okkur eins og flestum öðrum skemmtikröftum landsins,“ bætir hann við. Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur? „Við leyfum okkur að vera bjartsýnir og erum spenntir fyrir sumrinu. Síminn er byrjaður að hringja og fólk er greinilega að huga að næstu vikum og mánuðum.“ Hann segir að flestum viðburðum sem áttu að vera haldnir á undanförnum vikum hafi verið frestað en ekki aflýst. „Langflestum viðburðum hefur verið frestað fram á haustið og hinum verið aflýst. Ég geri ráð fyrir því að það verði ansi mörg verkefni á dagskránni þegar þjóðfélagið færist nær því sem eðlilegt er. Við erum allavega úthvíldir og klárir í slaginn þegar að því kemur,“ segir Marinó. Tíminn nýttur í frumsamið efni Marinó segir Stuðlabandið ekki hafa setið auðum höndum í samkomubanninu og í dag er hljómsveitin að gefa út nýtt lag og myndband. „Við ákváðum strax í upphafi að líta á þennan tíma sem tækifæri. Þar sem við erum yfirleitt að spila allar helgar hefur ekki gefist tími til að vinna frumsamið efni en þegar dagatalið tæmist á einu augabragði var fátt annað í stöðunni en að nýta þann tíma sem allra best.“ Nýja lagið heitir Hver ert þú? og Marinó segir að lagið fjalli um deit í framhaldi af samskiptum í gegnum stefnumótaforrit sem geta stundum farið á annan veg en maður leggur upp með. „Hver ert þú? vísar til þess að hitta einhvern á stefnumóti og viðkomandi er ekki alveg eins og prófíllinn á Tinder sagði til um. Við fundum einhverja 80‘s fjöl sem við vorum mjög hrifnir af og ákváðum að taka það alla leið,“ segir Marinó að lokum og segist mjög spenntur fyrir útgáfunni. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Stuðlabandinu. Klippa: Stuðlabandið - Hver ert þú? Drengirnir mættu til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og má hlusta á það viðtal hér að neðan. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bylgjan Kótelettan Tengdar fréttir Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32 Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31 Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi fyrir tónlistarfólk og skemmtikrafta þar sem nánast allt skemmtanahald hefur legið niðri frá byrjun mars. Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins og undir venjulegum kringumstæðum væru allar helgar bókaðar undir árshátíðir á þessum tíma árs. Marinó Geir Lilliendahl er trommuleikari og umboðsmaður Stuðlabandsins. Hann segir þetta hafa verið mjög skrýtinn tíma en þó virðist eitthvað vera að rofa til. „Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur sem erum vanir því að spila svona mikið. Við höfum þó reynt að gera gott úr hlutunum og nýta tímann sem best. Við höfum verið duglegir að senda frá okkur myndbönd frá viðburðum síðasta árs ásamt því að hafa fært okkur inn í hljóðver þar sem við erum að vinna í nýrri tónlist,“ segir Marinó. Á þessum tíma er oftast mjög mikið að gera hjá Stuðlabandinu. „Á þessum tíma ársins erum við vanalega með 2-3 gigg hverja einustu helgi og því hefur þetta verið ansi undarlegur tími hjá okkur eins og flestum öðrum skemmtikröftum landsins,“ bætir hann við. Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur? „Við leyfum okkur að vera bjartsýnir og erum spenntir fyrir sumrinu. Síminn er byrjaður að hringja og fólk er greinilega að huga að næstu vikum og mánuðum.“ Hann segir að flestum viðburðum sem áttu að vera haldnir á undanförnum vikum hafi verið frestað en ekki aflýst. „Langflestum viðburðum hefur verið frestað fram á haustið og hinum verið aflýst. Ég geri ráð fyrir því að það verði ansi mörg verkefni á dagskránni þegar þjóðfélagið færist nær því sem eðlilegt er. Við erum allavega úthvíldir og klárir í slaginn þegar að því kemur,“ segir Marinó. Tíminn nýttur í frumsamið efni Marinó segir Stuðlabandið ekki hafa setið auðum höndum í samkomubanninu og í dag er hljómsveitin að gefa út nýtt lag og myndband. „Við ákváðum strax í upphafi að líta á þennan tíma sem tækifæri. Þar sem við erum yfirleitt að spila allar helgar hefur ekki gefist tími til að vinna frumsamið efni en þegar dagatalið tæmist á einu augabragði var fátt annað í stöðunni en að nýta þann tíma sem allra best.“ Nýja lagið heitir Hver ert þú? og Marinó segir að lagið fjalli um deit í framhaldi af samskiptum í gegnum stefnumótaforrit sem geta stundum farið á annan veg en maður leggur upp með. „Hver ert þú? vísar til þess að hitta einhvern á stefnumóti og viðkomandi er ekki alveg eins og prófíllinn á Tinder sagði til um. Við fundum einhverja 80‘s fjöl sem við vorum mjög hrifnir af og ákváðum að taka það alla leið,“ segir Marinó að lokum og segist mjög spenntur fyrir útgáfunni. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Stuðlabandinu. Klippa: Stuðlabandið - Hver ert þú? Drengirnir mættu til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og má hlusta á það viðtal hér að neðan.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bylgjan Kótelettan Tengdar fréttir Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32 Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31 Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32
Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31
Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning