Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 18:16 Mike Pence (fyrir miðju) fer fyrir aðgerðarhóp Bandaríkjastjórnar í viðbrögðum við COVID-19. Vísir/Getty Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum. Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum.
Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44