Flugmaður þyrlu Ólafs líklega ekki nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2020 21:26 Frá slysstað í maí 2016. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016. Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016.
Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira