Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2020 13:09 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra áhrifa sem hún mun hafa á heilbrigðiskerfið. Á vef stjórnarráðsins segir að leitað sé að fólki sem hafi aðstæður og sé reiðubúið að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Mönnunarvandi fyrirsjáanlegur Búist er við að veiran muni hafa þau áhrif að heilbrigðiskerfið muni standa frammi fyrir mönnunarvanda vegna veikindafjarvista eða fjarvista starfsfólks sem þarf að sitja tímabundið í sóttkví. Með því að koma á fót bakvarðasveit eins og hér um ræðir, með lista yfir heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið til að hlaupa í skarðið ef á reynir, standa vonir til þess að heilbrigðisstofnanir geti mannað í stöður með hraði þegar á þarf að halda. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, heilbrigðisráðherra, landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri standa saman að yfirlýsingu um bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og er hún hér meðfylgjandi. Stefnt er að því að ræða við félög fleiri heilbrigðisstétta á næstu dögum um mögulega aðkomu þeirra að bakvarðasveitinni,“ segir í tilkynningunni. Verið að skoða réttarstöðu Heilbrigðisráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Er verið að skoða réttarstöðu þeirra sem gefa sig fram til þessara starfa. Leitað er eftir fólki sem geti skuldbundið sig tímabundið í allt að tvo mánuði, hvort sem um er að ræða fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu. Munu laun taka mið af kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags á viðkomandi stofnun. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir Staðfest tilfelli kórónuveirunnar orðin 85 Fjögur ný smit hafa bæst við í dag. 11. mars 2020 12:12 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra áhrifa sem hún mun hafa á heilbrigðiskerfið. Á vef stjórnarráðsins segir að leitað sé að fólki sem hafi aðstæður og sé reiðubúið að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Mönnunarvandi fyrirsjáanlegur Búist er við að veiran muni hafa þau áhrif að heilbrigðiskerfið muni standa frammi fyrir mönnunarvanda vegna veikindafjarvista eða fjarvista starfsfólks sem þarf að sitja tímabundið í sóttkví. Með því að koma á fót bakvarðasveit eins og hér um ræðir, með lista yfir heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið til að hlaupa í skarðið ef á reynir, standa vonir til þess að heilbrigðisstofnanir geti mannað í stöður með hraði þegar á þarf að halda. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, heilbrigðisráðherra, landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri standa saman að yfirlýsingu um bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og er hún hér meðfylgjandi. Stefnt er að því að ræða við félög fleiri heilbrigðisstétta á næstu dögum um mögulega aðkomu þeirra að bakvarðasveitinni,“ segir í tilkynningunni. Verið að skoða réttarstöðu Heilbrigðisráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Er verið að skoða réttarstöðu þeirra sem gefa sig fram til þessara starfa. Leitað er eftir fólki sem geti skuldbundið sig tímabundið í allt að tvo mánuði, hvort sem um er að ræða fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu. Munu laun taka mið af kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags á viðkomandi stofnun.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir Staðfest tilfelli kórónuveirunnar orðin 85 Fjögur ný smit hafa bæst við í dag. 11. mars 2020 12:12 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00