Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 21. maí 2020 11:30 Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar