Flugvirkjar gengu að samningnum við Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 15:17 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni. vísir/vilhelm Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38