Vitlaust viðhengi kostaði FB 1,3 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 23:07 Í viðhenginu voru ekki full nöfn eða kennitölur nemenda en þar mátti finna upplýsingar sem hægt var að rekja til einstakra nemenda. Mynd/FB Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira