Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:34 Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjadltöku á fiskiauðlindinni. Vísir/Berghildur Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson. Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson.
Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira