Horace Grant segir Jordan ljúga: „Níutíu prósent í þessari svokölluðu heimildarmynd eru kjaftæði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2020 11:30 Horace Grant og Michael Jordan unnu þrjá NBA-meistaratitla saman hjá Chicago Bulls. Í dag er grunnt á því góða milli þeirra. vísir/getty Horace Grant gefur lítið fyrir sannleiksgildi The Last Dance og segir að níutíu prósent af öllu í þáttunum sé kjaftæði. Grant segir af og frá að hann hafi verið heimildarmaður Sams Smith fyrir bókina The Jordan Ruleseins og Jordan heldur fram í The Last Dance. „Lygi, lygi, lygi. Ef MJ á eitthvað vantalað við mig útkljáum þetta eins og menn,“ sagði Grant í útvarpsþættinum Kap and Co. á ESPN 1000. „Hann heldur því fram að ég hafi verið heimildin á bak við bókina. Við Sam erum og höfum alltaf verið mjög góðir vinir. En búningsklefinn er heilagur og ég myndi aldrei leka einhverju persónulegu þaðan. Hann hefur horn í síðu minni. Það sannaðist í þessari svokölluðu heimildarmynd.“ Eftir að hafa leikið með Chicago Bulls sjö fyrstu árin sín í NBA fór Grant til Orlando Magic. Hér reynir hann að stöðva Jordan.vísir/getty Grant lék með Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1987-93. Þeir urðu þrisvar sinnum NBA-meistarar saman en eru ekki miklir vinir í dag. „Þættirnir eru skemmtilegir en við sem vorum samherjar hans vitum að níutíu prósent af því sem kemur þar fram er kjaftæði hvað sannleikann varðar,“ sagði Grant. Í The Last Dance viðurkennir Jordan að hafa verið grimmur við liðsfélaga sína en segist hafa beitt þeim aðferðum til að hjálpa þeim og liðinu. Grant segist alltaf hafa svarað fyrir sig þegar Jordan ibbaði gogg við hann. „Hann hélt að hann gæti drottnað yfir mér en hafði svo innilega rangt fyrir sér. Ég svaraði honum alltaf fullum hálsi. En það var átakanlegt að horfa á hvernig hann kom fram við Will Purdue, Steve Kerr og unga strákinn Scott Burrell,“ sagði Grant. Grant varð fjórum sinnum NBA-meistari, þrisvar sinnum með Chicago Bulls og einu sinni með Los Angeles Lakers.vísir/Getty Hann er ósáttur við þá mynd sem er dregin upp af Scottie Pippen í The Last Dance. Pippen ku einnig vera vonsvikinn vegna þess og hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan þáttaröðin fór í loftið. „Ég hef aldrei séð svona frábæran leikmann fá svona meðferð. Það er fjallað um mígrenisleikinn, þegar hann neitaði að koma inn á gegn New York Knicks og Jordan kallaði hann eigingjarnan. Í leik sex í úrslitunum gegn Utah Jazz 1998 var Pippen inni á vellinum þrátt fyrir að geta varla gengið. Hann reyndi að gera allt til að hjálpa liðinu,“ sagði Grant. Hann segir að The Last Dance sé ekki áreiðanleg heimild og sagan sé einungis sögð frá sjónarhorni Jordans. „Þegar svokölluð heimildarmynd er bara um einn mann og hann hefur úrslitavald um hvað verður í henni. Þetta er hans útgáfa á því sem gerðist á þessum tíma. Þetta er ekki heimildarmynd því fullt af hlutum voru klipptir út. Þess vegna kalla ég þetta svokallaða heimildarmynd.“ Grant fór til Orlando Magic sumarið 1994 og á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu sló það Chicago úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jordan og félagar náðu fram hefndum tímabilið 1995-96 og hentu Orlando úr leik á leið sinni að fjórða meistaratitlinum. NBA Tengdar fréttir Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00 Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Horace Grant gefur lítið fyrir sannleiksgildi The Last Dance og segir að níutíu prósent af öllu í þáttunum sé kjaftæði. Grant segir af og frá að hann hafi verið heimildarmaður Sams Smith fyrir bókina The Jordan Ruleseins og Jordan heldur fram í The Last Dance. „Lygi, lygi, lygi. Ef MJ á eitthvað vantalað við mig útkljáum þetta eins og menn,“ sagði Grant í útvarpsþættinum Kap and Co. á ESPN 1000. „Hann heldur því fram að ég hafi verið heimildin á bak við bókina. Við Sam erum og höfum alltaf verið mjög góðir vinir. En búningsklefinn er heilagur og ég myndi aldrei leka einhverju persónulegu þaðan. Hann hefur horn í síðu minni. Það sannaðist í þessari svokölluðu heimildarmynd.“ Eftir að hafa leikið með Chicago Bulls sjö fyrstu árin sín í NBA fór Grant til Orlando Magic. Hér reynir hann að stöðva Jordan.vísir/getty Grant lék með Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1987-93. Þeir urðu þrisvar sinnum NBA-meistarar saman en eru ekki miklir vinir í dag. „Þættirnir eru skemmtilegir en við sem vorum samherjar hans vitum að níutíu prósent af því sem kemur þar fram er kjaftæði hvað sannleikann varðar,“ sagði Grant. Í The Last Dance viðurkennir Jordan að hafa verið grimmur við liðsfélaga sína en segist hafa beitt þeim aðferðum til að hjálpa þeim og liðinu. Grant segist alltaf hafa svarað fyrir sig þegar Jordan ibbaði gogg við hann. „Hann hélt að hann gæti drottnað yfir mér en hafði svo innilega rangt fyrir sér. Ég svaraði honum alltaf fullum hálsi. En það var átakanlegt að horfa á hvernig hann kom fram við Will Purdue, Steve Kerr og unga strákinn Scott Burrell,“ sagði Grant. Grant varð fjórum sinnum NBA-meistari, þrisvar sinnum með Chicago Bulls og einu sinni með Los Angeles Lakers.vísir/Getty Hann er ósáttur við þá mynd sem er dregin upp af Scottie Pippen í The Last Dance. Pippen ku einnig vera vonsvikinn vegna þess og hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan þáttaröðin fór í loftið. „Ég hef aldrei séð svona frábæran leikmann fá svona meðferð. Það er fjallað um mígrenisleikinn, þegar hann neitaði að koma inn á gegn New York Knicks og Jordan kallaði hann eigingjarnan. Í leik sex í úrslitunum gegn Utah Jazz 1998 var Pippen inni á vellinum þrátt fyrir að geta varla gengið. Hann reyndi að gera allt til að hjálpa liðinu,“ sagði Grant. Hann segir að The Last Dance sé ekki áreiðanleg heimild og sagan sé einungis sögð frá sjónarhorni Jordans. „Þegar svokölluð heimildarmynd er bara um einn mann og hann hefur úrslitavald um hvað verður í henni. Þetta er hans útgáfa á því sem gerðist á þessum tíma. Þetta er ekki heimildarmynd því fullt af hlutum voru klipptir út. Þess vegna kalla ég þetta svokallaða heimildarmynd.“ Grant fór til Orlando Magic sumarið 1994 og á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu sló það Chicago úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jordan og félagar náðu fram hefndum tímabilið 1995-96 og hentu Orlando úr leik á leið sinni að fjórða meistaratitlinum.
NBA Tengdar fréttir Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00 Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00
Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00