Uppsagnir fyrirhugaðar hjá Icelandair vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29
Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24