Sá sem fór með „eitruðu“ pizzuna til Jordan sver af sér alla sök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 10:30 Michael Jordan lét ekki veikindin stoppa sig heldur bauð upp á hetjulega 38 stiga frammistöðu í gríðarlega mikilvægum sigri Chicago Bulls í lokaúrslitunum 1997. Getty/ Jonathan Daniel Flensa sem varð að matareitrun en er nú aftur að verða að flensu. Flensuleikur Michael Jordan er mikið í umræðunni eftir að hafa fengið veglegan sess í heimildarmyndinni „The Last Dance“ þar sem farið var yfir tíma Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Bandarískir fjölmiðlar fundu manninn sem fór með pizzuna til Michael Jordan fyrir leikinn fræga á móti Utah Jazz árið 1997. Sá hinn sami vann hjá Pizza Hut í Park City í júní fyrir 23 árum síðan. Jordan spilaði leikinn fárveikur en tókst engu að síður að skora 38 stig og leið Chicago Bulls liðið til sigurs í gríðarlega mikilvægum fimmta leik í lokaúrslitunum. Bulls tryggði sér svo sigurinn í næsta leik tveimur dögum síðar þar sem Jordan var með 39 stig. The Pizza Hut employee who delivered Michael Jordan his meal isn't buying the food poisoning story. https://t.co/2se8Sy4cAh pic.twitter.com/9eSPmMqze2— Sporting News (@sportingnews) May 19, 2020 Flensan sem Michael Jordan fékk fyrir fimmta leikinn í lokaúrslitunum 1997 var matareitrun samkvæmt sögu hans nánustu samstarfsmanna í þáttunum „The Last Dance“ en sýningu þeirra lauk um helgina. Sagan er greinilega ekki öll sögð því nú hefur pizzasendillinn komið fram í fjölmiðlum og sagt sýna hlið á því sem gerðist þetta kvöld í Salt Lake City. Pizzasendillinn segist meira að segja vera stuðningsmaður Chicago Bulls og hafa veðjað á Bulls í leiknum. I m 100 percent certain it wasn t food poisoning. https://t.co/2v8mlXdIy4— New York Post Sports (@nypostsports) May 19, 2020 Fimm menn áttu að hafa mætt með pizzuna upp á hótelherbergi Michael Jordan en Craig Fite, aðstoðarframkvæmdastjóri á Pizza Hut í Park City á þessum tíma segir aðeins aðra sögu. Hann grunaði að pizzan væri að fara til Michael Jordan og passaði sérstaklega upp á það sjálfur að þessu pepperoni pizza væri eins góð og hún gat orðið. "Ég fór að öllum reglum,,“ sagði Craig Fite í viðtali við 1280 The Zone i Utah. Craig Fite hefur líka talað við aðra viðskiptavini sem fengu pizzu þetta kvöld og enginn þeirra fékk matareitrun. „Ég er hundrað prósent viss um að þetta var ekki matareitrun að minnsta kosti ekki frá þessari pizzu,“ sagði Craig Fite. What did Craig Fite know and when did he know it?A Utah man who says he made Michael Jordan's pizza before Game 5 of the 1997 NBA Finals says don t blame him he even named his son after the Bulls star.https://t.co/em7YNZl4f5— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) May 19, 2020 „Þessi saga hjá þessum gæja var algjört bull. Það voru ekki fimm menn því við vorum bara tveir. Það voru ekki einu sinni svo margir að vinna þetta kvöld,“ sagði Craig Fite og vísar þá í söguna sem Tim Grover, einkaþjálfari Jordan, sagði í þáttunum. Craig Fite segist einnig hafa gengið á vegg af vindlareyk þegar lyftan opnuðist á hæðinni og hann hafði séð Jordan vera að spila og reykja vindil þegar hann leit inn í herbergið. Fite segir að Jordan hafi setið þar illa klæddur við opinn glugga og telur meiri líkur á því að hann hafi veikst en að hann hafi fengið matareitrun. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Flensa sem varð að matareitrun en er nú aftur að verða að flensu. Flensuleikur Michael Jordan er mikið í umræðunni eftir að hafa fengið veglegan sess í heimildarmyndinni „The Last Dance“ þar sem farið var yfir tíma Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Bandarískir fjölmiðlar fundu manninn sem fór með pizzuna til Michael Jordan fyrir leikinn fræga á móti Utah Jazz árið 1997. Sá hinn sami vann hjá Pizza Hut í Park City í júní fyrir 23 árum síðan. Jordan spilaði leikinn fárveikur en tókst engu að síður að skora 38 stig og leið Chicago Bulls liðið til sigurs í gríðarlega mikilvægum fimmta leik í lokaúrslitunum. Bulls tryggði sér svo sigurinn í næsta leik tveimur dögum síðar þar sem Jordan var með 39 stig. The Pizza Hut employee who delivered Michael Jordan his meal isn't buying the food poisoning story. https://t.co/2se8Sy4cAh pic.twitter.com/9eSPmMqze2— Sporting News (@sportingnews) May 19, 2020 Flensan sem Michael Jordan fékk fyrir fimmta leikinn í lokaúrslitunum 1997 var matareitrun samkvæmt sögu hans nánustu samstarfsmanna í þáttunum „The Last Dance“ en sýningu þeirra lauk um helgina. Sagan er greinilega ekki öll sögð því nú hefur pizzasendillinn komið fram í fjölmiðlum og sagt sýna hlið á því sem gerðist þetta kvöld í Salt Lake City. Pizzasendillinn segist meira að segja vera stuðningsmaður Chicago Bulls og hafa veðjað á Bulls í leiknum. I m 100 percent certain it wasn t food poisoning. https://t.co/2v8mlXdIy4— New York Post Sports (@nypostsports) May 19, 2020 Fimm menn áttu að hafa mætt með pizzuna upp á hótelherbergi Michael Jordan en Craig Fite, aðstoðarframkvæmdastjóri á Pizza Hut í Park City á þessum tíma segir aðeins aðra sögu. Hann grunaði að pizzan væri að fara til Michael Jordan og passaði sérstaklega upp á það sjálfur að þessu pepperoni pizza væri eins góð og hún gat orðið. "Ég fór að öllum reglum,,“ sagði Craig Fite í viðtali við 1280 The Zone i Utah. Craig Fite hefur líka talað við aðra viðskiptavini sem fengu pizzu þetta kvöld og enginn þeirra fékk matareitrun. „Ég er hundrað prósent viss um að þetta var ekki matareitrun að minnsta kosti ekki frá þessari pizzu,“ sagði Craig Fite. What did Craig Fite know and when did he know it?A Utah man who says he made Michael Jordan's pizza before Game 5 of the 1997 NBA Finals says don t blame him he even named his son after the Bulls star.https://t.co/em7YNZl4f5— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) May 19, 2020 „Þessi saga hjá þessum gæja var algjört bull. Það voru ekki fimm menn því við vorum bara tveir. Það voru ekki einu sinni svo margir að vinna þetta kvöld,“ sagði Craig Fite og vísar þá í söguna sem Tim Grover, einkaþjálfari Jordan, sagði í þáttunum. Craig Fite segist einnig hafa gengið á vegg af vindlareyk þegar lyftan opnuðist á hæðinni og hann hafði séð Jordan vera að spila og reykja vindil þegar hann leit inn í herbergið. Fite segir að Jordan hafi setið þar illa klæddur við opinn glugga og telur meiri líkur á því að hann hafi veikst en að hann hafi fengið matareitrun.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira