Á ekki von á biðröðum af ferðamönnum þegar landið opnar Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2020 10:53 Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira