Fóru ránshendi um Kringluna og Smáralind Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:49 Stærsti þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind. vísir/vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum. Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira