Fóru ránshendi um Kringluna og Smáralind Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:49 Stærsti þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind. vísir/vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum. Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira