Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:00 Michael Jordan í þessum fræga fimmta leik í lokaúrslitum NBA deildarinnar árið 1997 þar sem hann var með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Getty/Brian Bahr Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum