Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:00 Michael Jordan í þessum fræga fimmta leik í lokaúrslitum NBA deildarinnar árið 1997 þar sem hann var með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Getty/Brian Bahr Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn. NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn.
NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira