Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:00 Michael Jordan í þessum fræga fimmta leik í lokaúrslitum NBA deildarinnar árið 1997 þar sem hann var með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Getty/Brian Bahr Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn. NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn.
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins