Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 07:00 Haukur Helgi Pálsson í landsleik gegn Portúgal. VÍSIR/BÁRA Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér. NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér.
NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00