Meiri upplýsingar, betra aðgengi Aron Leví Beck skrifar 18. maí 2020 18:00 Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarstjórn Reykjavík Aron Leví Beck Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar