Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 18:06 Starfsmenn Rauða krossins að störfum á Ítalíu. AP/Andrew Medichini Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020 Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55