Hugmyndir í heimsfaraldri? Sif Steingrímsdóttir skrifar 16. apríl 2020 11:00 Við lifum á furðulegum tímum. Óboðinn vágestur, COVID-19, ræður ríkjum um þessar mundir. Af þeim sökum hefur okkur öllum verið kippt úr okkar hefðbundnu lífsrútínu samhliða því sem allur hraði hefur verið skrúfaður verulega niður í samfélaginu. Það að hafa skyndilega meiri tíma út af fyrir sig getur hins vegar haft jákvæðar afleiðingar. Hugurinn fer á flug og hugmyndir kunna að vakna í frjóum kollum. Hugmyndir sem láta almennt á sér kræla í venjubundnu amstri dagsins en vegna tímaskorts verður aldrei neitt úr þeim. Við gefum okkur ekki tíma til að kanna hvort tilefni sé til að taka hugmyndina á næsta stig. Þetta getur til dæmis átt við um þá sem starfa á sviði nýsköpunar og þróunar. Ef til vill er verið að vinna að ákveðnu markmiði, þróun á tiltekinni vöru eða lausn á ákveðnu vandamáli, en í þeim hraða sem jafnan ríkir er einfaldlega ekki tími til að kanna gildi annarra hugmynda sem kunna að vakna út frá þeirri upprunalegu. Hugmyndir gleymast því, hverfa í annríkinu. Var hugsanlega um einkaleyfishæfa uppfinningu að ræða, sem aldrei fékk að líta dagsins ljós? Hugmyndasmiðurinn kemst sennilega aldrei að því. Um einkaleyfi Flest okkar höfum við heyrt um einkaleyfi (e. patent). En hvaða þýðingu hefur það að fá einkaleyfi á uppfinningu? Í veittu einkaleyfi felst einkaréttur á hagnýtingu uppfinningar um ákveðinn tíma. Það segir sig því sjálft að ómæld verðmæti geta verið fólgin í einkaleyfishæfri hugmynd, takist vel til. Meginskilyrðið fyrir veitingu einkaleyfis er að uppfinningin verður að vera ný á heimsvísu á umsóknardegi. Þannig verður að vera um að ræða tæknilega útfærslu sem er nægilega frábrugðin því sem þegar er þekkt. Ekki er hægt að vernda hugmyndina sjálfa heldur aðeins útfærslu hennar, s.s. búnað, afurð, aðferð eða notkun. Þess ber að geta að einkaleyfi er eins og hver önnur eign sem má leigja, kaupa og selja. Til að mynda getur einkaleyfishafi sem ekki hefur bolmagn til að þróa, framleiða og/eða markaðssetja uppfinninguna sjálfur selt eða leigt einkaleyfið. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem starfa í skapandi greinum, við tækni eða einhverskonar nýsköpun og þróun, að vera meðvituð um möguleikann á að uppfinning kunni að vera einkaleyfishæf. Snilldin kann að leynast í einfaldleikanum Vissulega er það svo að flest einkaleyfi sem veitt eru í dag í dag svara sérhæfðri og tæknilegri þörf. Þeir innlendu aðilar sem sækja um hvað flest einkaleyfi eru til að mynda tæknirisarnir Össur og Marel, sem bæði vinna að stöðugri framþróun á sínum sviðum. Það er hins vegar misskilningur að einkaleyfishæf hugmynd þurfi að vera svo tæknilega flókin og sérhæfð að hinn almenni borgari botni ekkert í henni. Þvert á móti getur uppfinning verið furðu einföld, svo framarlega sem útfærslan er ný. Til gamans má nefna tvær einfaldar uppfinningar sem slógu í gegn á heimsvísu á sínum tíma. Fyrra dæmið, sem jafnframt er eitt þekktasta dæmið um einfalda en bráðsnjalla einkaleyfishæfa uppfinningu, eru Post-it miðarnir góðkunnugu. Einfaldleikinn er magnaður, lítill glósumiði með margnota límrönd sem festist tímabundið á harða fleti, svo sem á skjöl, veggi, tölvuskjái og hvaðeina, án þess að skilja eftir sig límslóð. Límið á bakhlið miðanna varð raunar til fyrir mistök árið 1968 innan veggja bandaríska framleiðslufyrirtækisins 3M. Vísindamaður að nafni Spencer Silver ætlaði sér að þróa sterkt og endingargott lím en útkoma var andstæðan, létt og endurnýtanlegt, þrýstinæmt lím. Hugmyndin að baki sjálfum Post-it miðunum kviknaði 6 árum síðar, þegar samstarfsmanni Silver, Arthur Fry, datt í hug að nota límið til að líma glósur í sálmabók sína á kóræfingu sér til hægðarauka. Það kom í ljós að límið hentaði fullkomlega til verksins. Engum datt í hug að sækja um einkaleyfi á límið mislukkaða fyrr en með hugmynd Fry. Fry ásamt uppfinningu sinni. Annað dæmi um skemmtilega einfalt einkaleyfi sem varð ómissandi á hverju heimili eru kreistanlegar, öfugar plastflöskur (e. top down squeeze bottle). Hugmyndin kemur frá manni að nafni Paul Brown, hönnuði sem rak lítið framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum í lok níunda áratugs síðustu aldar. Hann velti þeirri djörfu hugmynd fyrir sér hvort hanna mætti op á plastflösku sem myndi opnast akkúrat nægilega mikið til að hleypa út hæfilegu og stýrðu magni af innihaldi flöskunnar þegar hún væri kreist með handafli. Hugmyndin snerist um að þegar þrýstingnum væri sleppt myndi op flöskunnar lokast það þétt að enginn sóðalegur leki hlytist af. Frábær pæling ekki satt. Brown hellti sér í þróunarvinnu. Ætlunarverkið fór brösuglega af stað, Brown þurfti lán hjá vinum og vandamönnum og það tók hvorki meira né minna en 112 frumgerðir til að ná fram göldrunum. Spólum nokkur ár fram í tímann. NASA notaði uppfinninguna til að búa til lekaþétt drykkjaráhöld fyrir geimfara sína til að nota í geimnum. Barnamatvöruframleiðandinn Gerber notaði hana til leysa aldargamalt lekavandamál fyrir smábörn. Sjampó og snyrtivöruframleiðendur kolféllu fyrir uppfinningunni. Það var hins vegar ekki fyrr en 1991 sem hlutirnir breyttust verulega fyrir Paul Brown. HEINZ hóf að nota uppfinninguna til að þróa nú heimsþekktu öfugu tómatsósuplastflöskuna. Með tækni sinni leysti Brown vandamál sem flestir fæddir fyrir 1990 kannast við, að fá hæfilegt magn af tómatsósu á diskinn án þess að þurfa að bíða, berja í eða slást við flöskuna. Brown var séður og sótti um einkaleyfi á uppfinningu sinni snemma í ferlinu og sér svo sannarlega ekki eftir því í dag. Ákveðið vandamál úr sögunni. Í kjölfarið á krísu skapast tækifæri Það er gömul saga og ný að í kjölfarið á krísu skapast ný tækifæri á markaði. Væri ekki upplagt að nýta félagslegu COVID-19 einangrunina í uppbyggjandi hugmyndavinnu eða láta loksins verða af því að kanna hvort það sem þú ert að þegar að þróa kunni að vera einkaleyfishæft? Það er aldrei að vita hvaða tækifæri kunna að felast góðri hugmynd. Dæmin hér að ofan, þótt auðvitað séu einstök og nefnd til gamans, sýna þó fram á að einfaldleikann skal ekki afskrifa fyrirfram þegar kemur að einkaleyfum. Hugverkastofan fer með málefni einkaleyfa á Íslandi. Stofnunin býður upp á samtalsleit, sem er hugsuð fyrir aðila sem vilja kanna stöðu uppfinninga með tilliti til þeirrar tækni sem þegar er þekkt. Leitin getur gagnast vel þeim sem eru á fyrstu stigum í rannsóknar- og þróunarferli til að ákveða hvaða stefnu er rétt að taka varðandi mögulega einkaleyfisvernd. Sjá nánar hér. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundaréttur Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Við lifum á furðulegum tímum. Óboðinn vágestur, COVID-19, ræður ríkjum um þessar mundir. Af þeim sökum hefur okkur öllum verið kippt úr okkar hefðbundnu lífsrútínu samhliða því sem allur hraði hefur verið skrúfaður verulega niður í samfélaginu. Það að hafa skyndilega meiri tíma út af fyrir sig getur hins vegar haft jákvæðar afleiðingar. Hugurinn fer á flug og hugmyndir kunna að vakna í frjóum kollum. Hugmyndir sem láta almennt á sér kræla í venjubundnu amstri dagsins en vegna tímaskorts verður aldrei neitt úr þeim. Við gefum okkur ekki tíma til að kanna hvort tilefni sé til að taka hugmyndina á næsta stig. Þetta getur til dæmis átt við um þá sem starfa á sviði nýsköpunar og þróunar. Ef til vill er verið að vinna að ákveðnu markmiði, þróun á tiltekinni vöru eða lausn á ákveðnu vandamáli, en í þeim hraða sem jafnan ríkir er einfaldlega ekki tími til að kanna gildi annarra hugmynda sem kunna að vakna út frá þeirri upprunalegu. Hugmyndir gleymast því, hverfa í annríkinu. Var hugsanlega um einkaleyfishæfa uppfinningu að ræða, sem aldrei fékk að líta dagsins ljós? Hugmyndasmiðurinn kemst sennilega aldrei að því. Um einkaleyfi Flest okkar höfum við heyrt um einkaleyfi (e. patent). En hvaða þýðingu hefur það að fá einkaleyfi á uppfinningu? Í veittu einkaleyfi felst einkaréttur á hagnýtingu uppfinningar um ákveðinn tíma. Það segir sig því sjálft að ómæld verðmæti geta verið fólgin í einkaleyfishæfri hugmynd, takist vel til. Meginskilyrðið fyrir veitingu einkaleyfis er að uppfinningin verður að vera ný á heimsvísu á umsóknardegi. Þannig verður að vera um að ræða tæknilega útfærslu sem er nægilega frábrugðin því sem þegar er þekkt. Ekki er hægt að vernda hugmyndina sjálfa heldur aðeins útfærslu hennar, s.s. búnað, afurð, aðferð eða notkun. Þess ber að geta að einkaleyfi er eins og hver önnur eign sem má leigja, kaupa og selja. Til að mynda getur einkaleyfishafi sem ekki hefur bolmagn til að þróa, framleiða og/eða markaðssetja uppfinninguna sjálfur selt eða leigt einkaleyfið. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem starfa í skapandi greinum, við tækni eða einhverskonar nýsköpun og þróun, að vera meðvituð um möguleikann á að uppfinning kunni að vera einkaleyfishæf. Snilldin kann að leynast í einfaldleikanum Vissulega er það svo að flest einkaleyfi sem veitt eru í dag í dag svara sérhæfðri og tæknilegri þörf. Þeir innlendu aðilar sem sækja um hvað flest einkaleyfi eru til að mynda tæknirisarnir Össur og Marel, sem bæði vinna að stöðugri framþróun á sínum sviðum. Það er hins vegar misskilningur að einkaleyfishæf hugmynd þurfi að vera svo tæknilega flókin og sérhæfð að hinn almenni borgari botni ekkert í henni. Þvert á móti getur uppfinning verið furðu einföld, svo framarlega sem útfærslan er ný. Til gamans má nefna tvær einfaldar uppfinningar sem slógu í gegn á heimsvísu á sínum tíma. Fyrra dæmið, sem jafnframt er eitt þekktasta dæmið um einfalda en bráðsnjalla einkaleyfishæfa uppfinningu, eru Post-it miðarnir góðkunnugu. Einfaldleikinn er magnaður, lítill glósumiði með margnota límrönd sem festist tímabundið á harða fleti, svo sem á skjöl, veggi, tölvuskjái og hvaðeina, án þess að skilja eftir sig límslóð. Límið á bakhlið miðanna varð raunar til fyrir mistök árið 1968 innan veggja bandaríska framleiðslufyrirtækisins 3M. Vísindamaður að nafni Spencer Silver ætlaði sér að þróa sterkt og endingargott lím en útkoma var andstæðan, létt og endurnýtanlegt, þrýstinæmt lím. Hugmyndin að baki sjálfum Post-it miðunum kviknaði 6 árum síðar, þegar samstarfsmanni Silver, Arthur Fry, datt í hug að nota límið til að líma glósur í sálmabók sína á kóræfingu sér til hægðarauka. Það kom í ljós að límið hentaði fullkomlega til verksins. Engum datt í hug að sækja um einkaleyfi á límið mislukkaða fyrr en með hugmynd Fry. Fry ásamt uppfinningu sinni. Annað dæmi um skemmtilega einfalt einkaleyfi sem varð ómissandi á hverju heimili eru kreistanlegar, öfugar plastflöskur (e. top down squeeze bottle). Hugmyndin kemur frá manni að nafni Paul Brown, hönnuði sem rak lítið framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum í lok níunda áratugs síðustu aldar. Hann velti þeirri djörfu hugmynd fyrir sér hvort hanna mætti op á plastflösku sem myndi opnast akkúrat nægilega mikið til að hleypa út hæfilegu og stýrðu magni af innihaldi flöskunnar þegar hún væri kreist með handafli. Hugmyndin snerist um að þegar þrýstingnum væri sleppt myndi op flöskunnar lokast það þétt að enginn sóðalegur leki hlytist af. Frábær pæling ekki satt. Brown hellti sér í þróunarvinnu. Ætlunarverkið fór brösuglega af stað, Brown þurfti lán hjá vinum og vandamönnum og það tók hvorki meira né minna en 112 frumgerðir til að ná fram göldrunum. Spólum nokkur ár fram í tímann. NASA notaði uppfinninguna til að búa til lekaþétt drykkjaráhöld fyrir geimfara sína til að nota í geimnum. Barnamatvöruframleiðandinn Gerber notaði hana til leysa aldargamalt lekavandamál fyrir smábörn. Sjampó og snyrtivöruframleiðendur kolféllu fyrir uppfinningunni. Það var hins vegar ekki fyrr en 1991 sem hlutirnir breyttust verulega fyrir Paul Brown. HEINZ hóf að nota uppfinninguna til að þróa nú heimsþekktu öfugu tómatsósuplastflöskuna. Með tækni sinni leysti Brown vandamál sem flestir fæddir fyrir 1990 kannast við, að fá hæfilegt magn af tómatsósu á diskinn án þess að þurfa að bíða, berja í eða slást við flöskuna. Brown var séður og sótti um einkaleyfi á uppfinningu sinni snemma í ferlinu og sér svo sannarlega ekki eftir því í dag. Ákveðið vandamál úr sögunni. Í kjölfarið á krísu skapast tækifæri Það er gömul saga og ný að í kjölfarið á krísu skapast ný tækifæri á markaði. Væri ekki upplagt að nýta félagslegu COVID-19 einangrunina í uppbyggjandi hugmyndavinnu eða láta loksins verða af því að kanna hvort það sem þú ert að þegar að þróa kunni að vera einkaleyfishæft? Það er aldrei að vita hvaða tækifæri kunna að felast góðri hugmynd. Dæmin hér að ofan, þótt auðvitað séu einstök og nefnd til gamans, sýna þó fram á að einfaldleikann skal ekki afskrifa fyrirfram þegar kemur að einkaleyfum. Hugverkastofan fer með málefni einkaleyfa á Íslandi. Stofnunin býður upp á samtalsleit, sem er hugsuð fyrir aðila sem vilja kanna stöðu uppfinninga með tilliti til þeirrar tækni sem þegar er þekkt. Leitin getur gagnast vel þeim sem eru á fyrstu stigum í rannsóknar- og þróunarferli til að ákveða hvaða stefnu er rétt að taka varðandi mögulega einkaleyfisvernd. Sjá nánar hér. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun