Ákæra klerk fyrir manndráp vegna fjölmennrar samkomu Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 09:38 Starfsmaður borgarinnar spautar sótthreinsiefni á götur Delhi. EPA/STR Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent