Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 06:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59