Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira