Þakklát fyrir að muna eftir gleðistundum lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:27 Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín. Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín.
Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira